If it’s not on the hanger, it’s in the drawer


Duo show in Gallery Port, September 2023.

All works were made together with Sigurrós G. Björnsdóttir.




Hvergi neitt en allt úti um allt.
Ómæli fermetra í botnlausu heimili. Túbuskjárinn útflattur.
Úr eternum flæðir músík í innfellda hljómstæðulausnina.
Hillur tæmast og bókasöfn dregin á tálar, stafrænt.
Hæð, breidd og dýpt kollvarpað í óræða vídd.
Eða mjódd öllu heldur.
Óræða mjódd með krókvana snaga.
Þar sem stóllinn er bara plata og setan brottfelld.
Útdregnar skúffurnar sem kassar í fötum keisarans og botninn suður í Borgarfirði.

Um leið:

Æskuástarbréfi falinn staður í holinu aftanvið skrifborðsskúffurnar.
Úr þeirri efstu mjakast mosabreiður ilmur af trénuðu pappírsryki og yddi.
Innvolsið párað gælunöfnum og saklausri svívirðu;
óreiðukennd teikning eftir öldurót skriffæra.
Kápulaus snagi slakar. Sæti laust.
Hvíldarinnar óyggjandi vísbending.
Það er búið að rýma til.


Text by Arnljótur Sigurðsson.