Einn sólríkan morgun lá ég milli svefns og vöku í rúminu mínu. Ofan á hausnum mínum lá koddinn minn og ég hugsaði með mér:
“Nú, já auðvitað! Hér er ligg ég með mína einu sönnu einkennishúfu!”
Ég svaf til hádegis þann morgun og á meðan ég svaf sá ég mjög meðvitað um að einkennishúfan væri á sínum stað, ofan á hausnum.
Húfan fylgdi mér til morgun-draumanna þar sem hún var nauðsynlegur þáttur í framvindu þeirra. Því ef ég bylti mér í rúminu og húfan fylgdi ekki með hætti mig að dreyma.
Verk á borð við Monu Lisu hafa ítrekað legið undir árásum aðdáenda sinna en eins og sjá má þá mun skoðunarpallur koma í veg fyrir þess konar árásir frá aðdáendum Einkennishúfunnar.