Um er að ræða tónverk í 5 þáttum eftir Árna Jónsson. Ekki er um eiginlega tónleika að ræða, heldur endurspilun af hljóð- og myndbandsupptökum sem áttu sér stað í Kaupmannahöfn haustið 2019. Þar var tónverkið flutt af fjórum hljóðfæraleikurum ásamt söngkonu. Hljóðupptökum stýrði Ragnheiður Jónsdóttir, tónmeistari.
Hljóðfæraleikarar eru eftirfarandi:
Klarinett: Carolyn Goodwin
Harmonikka: Jónas Ásgeir Ásgeirsson
Söngur: Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir
Slagverk: Katerina Anagnostidou
Kontrabasi: Lorenzo Botti
Verkefnið var styrkt af Menningar- og viðurkenningarsjóði Dalvíkurbyggðar og var til sýnis í Menningarhúsinu Berg, Dalvík, nóvember 2019 og Ásmundarsal, Reykjavík, janúar 2020.